Kvennaathvarfið lét nýverið útbúa bæklinga sem eiga svara spurningunni Fyrir hvern er Kvennaathvarfið. Bæklingarnir voru síðan þýddir á sex tungumál. Auk íslensku er efnið nú til á ensku, pólsku, rússnensku, tælensku, spænsku og arabísku. Bæklingarnir eru aðgengilegir á síðu athvarfsins undir Fræðsluefni – Bæklingar.

Til að auðvelda aðgengi að upplýsingunum hafa nú verið settir inn fánar fyrir hvert tungumál á forsíðu athvarfsins.