Samtök um kvennaathvarf hlaut styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála til að vinna verkefni tengt erlendu börnunum sem þurfa að dveljast í Kvennaathvarfinu. Verkefnið ber heitið Erlendu börnin í Kvennaathvarfinu – hvað segir mamma? og er markmið þess að skoða stöðu innflytjendabarna sem dvelja í athvarfinu með hliðsjón af því hvaða notkun, reynslu og upplifun mæður þeirra hafa fengið á ferð sinni um kerfið. Drífa Jónasdóttir verkefnastýra í athvarfinu mun hafa umsjón með verkefninu og má vænta niðurstaðna í byrjun árs 2020.

„Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags. Sérstök  áhersla var jafnframt lögð á að styrkir yrðu veittir til verkefna í þágu barna og ungmenna í takt við áherslur ráðherra og einbeittan vilja til að setja málefni þeirra í forgang.“ – af vef Félagsmálaráðuneytisins.

Hér er linkur á frétt ráðuneytisins af styrkveitingunni sem fram fór í Hannesarholti föstudaginn 12. apríl 2019.