Styrkjum úr Jafnréttissjóði Íslands fyrir árið 2019 var úthlutað við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag en markmið sjóðsins er að styðja við rannsóknir og verkefni sem hafa það markmið að efla jafnrétti í íslensku samfélagi sem og á alþjóðavísu.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flutti ávarp við athöfnina og sagði meðal annars þetta:
“Þekking er undirstaða þess að við getum skilgreint og framkvæmt þau nauðsynlegu verkefni sem miða að réttlátara samfélagi. Jafnréttissjóður hefur meðal annars það hlutverk að tryggja þekkingarsköpun á sviði kynjarannsókna sem eru grundvöllur vandaðrar stefnumótunar í málaflokknum.”

Samtök um kvennaathvarf fékk styrk til að vinna faglegan undirbúning í tengslum við opnun kvennaathvarfs fyrir konur með fjölþættan vanda.

Við sem störfum í Kvennaathvarfinu erum afar þakklát stjórn Jafnréttissjóðs fyrir styrkveitinguna.

Hér er frétt sem birtist á vef Stjórnarráðsins.