Vinir Kvennaathvarfsins geta styrkt starfsemina með því að leggja til ákveðna upphæð í hverjum mánuði. Þessum fjármunum er varið til að styðja konur og börn sem leita í athvarfið þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs og/eða líkamlegs ofbeldis.

Við höfum fengið formlega skráningu sem félag til almannaheilla í samræmi við samþykkt lög um slík félög. Skráningin veitir stuðningaðilum okkar sjálfkrafa skattafslátt í samræmi við lög þar um.

Ef þú vilt gerast Vinur athvarfsins og styrkja það með mánaðarlegum framlögum, vinsamlegast fylltu inn í skráningarformið hér fyrir neðan:

→ Ég vil styrkja Kvennaathvarfið

Frjáls framlög

  • Samtök um Kvennaathvarf
  • Pósthólf: 1486, 121 Reykjavík
  • Kennitala: 410782-0229
  • Reikningsnúmer: 101-26-43227

Ef þú ert styrktaraðili sem vilt hætta mánaðarlegum styrkjum, vinsamlegast sendu okkur línu með nafni og kennitölu á vinur@kvennaathvarf.is.