Í gær styrktu Landssamtök Soroptimista, Soroptimistar í Kópavogi og Soroptimistar í Fella- og Hólahverfi bæði byggingu áfangaheimilis Kvennaathvarfsins og barnastarf athvarfsins um 2.425.000 krónur.

Soroptimistar hafa verið miklar velunnarar Samtaka um Kvennaathvarf í gegnum árin. Samtökin vinna að bættri stöðu kvenna, að mannréttindum öllum til handa sem og jafnrétti, framförum og friði með alþjóðlegri vináttu og skilningi að leiðarljósi.

Við viljum þakka systrum okkar í Soroptimistum innilega fyrir góðar gjafar og gott samstarf.