Á fundum sjálfshjálparhópa er farið yfir eðli og afleiðingar ofbeldis. Markmiðið er að konur með svipaða reynslu að baki geti hist og styrkt hver aðra til sjálfshjálpar, með því að rjúfa einangrunina og gera sér grein fyrir afleiðingum ofbeldisins.

Að jafnaði eru sex til átta konur í hverjum hóp, en starfinu er stýrt af ráðgjafa athvarfsins. Vinnan fer fram í Kvennaathvarfinu og alls hittist hópurinn í átta skipti.

Til að fá frekari upplýsingar má hringja í síma 561 1205 og panta viðtal sem er nauðsynlegur undanfari þátttöku í hóp. Alla jafna er miðað við að kona hafi mætt í nokkur viðtöl áður en hún fer í sjálfshjálparhóp. Við höfum svo samband þegar næsti hópur fer í gang.

Vinnan í hópunum fer fram á íslensku og er þátttakendum að kostnaðarlausu.