Kvennaathvarfið var í hópi þeirra sem hlutu Samfélagsstyrk úr Samfélagssjóði Landsbankans nú í ár. Alls voru 33 verkefni styrkt um samtals 15 milljónir króna en styrkjunum var úthlutað þriðjudaginn 17. desember sl.

Styrkurinn er hugsaður til að kynna niðurstöður rannsóknar sem Kvennaathvarfið lét gera árið 2018 um upplifun þolenda heimilisofbeldis og persónuleikaeinkenni ofbeldismanna. Markhópurinn er framhaldsskólar á Íslandi en stefnt er á því að fara í alls 19 framhaldsskóla á landinu.

Landsbankanum eru færðar kærar þakkir fyrir stuðninginn.