Kvennaathvarfið vill vekja athygli á ráðstefnu sem haldin verður á fimmtudaginn næstkomandi (18. október) á hótel Reykjavík.

Ráðstefnan hefst kl 10.00 og stendur til kl 16.00.

Ráðstefnan er ætluð fagfólki sem vinnur með ofbeldi í nánum samböndum og almenningi sem vill láta sig málefnið varða.

Hægt verður að kaupa hádegisverð á staðnum fyrir 2.900 kr.

Gott aðgengi er að salnum og aðgangur er ókeypis.

Hér er dagskráin

Hér má skrá sig á ráðstefnuna

Ráðstefnunni verður streymt. Hægt verður að nálgast hlekk á streymi á Facebook viðburðarsíðunni: https://www.facebook.com/events/175677953116226/