Athugaðu að hér er ekki um próf að ræða sem gefur niðurstöðuna “já” eða “nei”. Eftirfarandi fullyrðingar geta hins vegar hjálpað þér við að átta þig á eðli sambandsins.

Á eitthvað af neðantöldu við um þig og maka þinn?

 • Mislíkar þér við fjölskyldu makans, vini og vinnufélaga?
 • Hefur þú komist að því hvað maki þinn er lengi í og úr vinnu/skóla?
 • Viltu gjarnan sækja hann beint í vinnuna/skólann?
 • Finnst þér vinna makans eða skóli vera lítils virði?
 • Finnst þér börnin ræna athygli hans frá þér?
 • Ert þú gagnrýnin/n á uppeldisaðferðir makans?
 • Kemur fyrir að þú gagnrýnir fataval hans og útlit?
 • Viltu helst að þið séuð bara tvö saman án annarra aðila?
 • Reynir þú að aftra maka þínum frá því að hitta annað fólk?
 • Viltu vita allt um fyrrverandi hans/hennar?
 • Viltu að maki þinn losi sig við hluti tengda fyrri ástarsamböndum?
 • Ásakarðu maka þinn um að vera þér ótrú/r?
 • Hefur þú eingöngu yfirlit yfir fjármál ykkar og skammtar maka þínum peninga?
 • Viltu hafa yfirsýn yfir símtöl makans, tölvupóst, skilaboð, bréf, bankareikninga eða þess háttar?
 • Kemur það fyrir að þú niðurlægir maka þinn frammi fyrir öðru fólki?
 • Hefur þú viljandi eyðilaggt persónulega muni hans?
 • Finnst þér óþarfi að maki þinn mennti sig meira?
 • Kemur fyrir að þú öskrar á hann eða uppnefnir hann?
 • Reynir þú að fá maka þinn til að taka þátt í kynferðislegum athöfnum sem hann kærir sig ekki um?
 • Hefur þú einhvern tímann reynt að aftra maka þínum frá að fara ein/n til læknis?
 • Hefur þú einhvern tímann hótað að beita maka þinn ofbeldi?
 • Hefur þú einhvern tímann hrint maka þínum?
 • Hefur þú einhvern tímann haldið maka föstum, hrist hann eða slegið?

Á þessari síðu er reynt að hafa textann auðlesanlegan, það er þess vegna sem ekki er alltaf tekið sérstakt tillit til kyngervis eða kynhneigðar í orðavali.