*** Við höfum fengið nægilega marga þátttakendur. Gagnasöfnun er því lokið. Kærar þakkir fyrir þátttökuna. ***

Kvennaathvarfið er að láta gera rannsókn á líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis og persónuleikaeinkennum gerenda. Verkefnið er einnig  styrkt af Velferðarráðuneytinu.

Markmið: Að útbúa fræðsluefni sem nýtist sem stuðningur og ráðgjöf fyrir þolendur heimilisofbeldis og aðstandendur þeirra.
Aðferð: Fá 100 konur 18 ára og eldri sem (1) búa núna eða hafa búið við heimilisofbeldi til að segja frá sinni líðan og upplifun í byrjun og enda ofbeldissambandsins og persónuleikaeinkennum gerenda. Til samanburðar verða 100 konur 18 ára og eldri sem (2) ekki hafa reynslu af heimilisofbeldi beðnar að svara sömu spurningum. Svörin verða greind með einfaldri tölfræðisamantekt.
Afurð: Útgáfa bókar á prenti og endurgjaldslaus útgáfa á vefformi.
Til að afmarka umfang rannsóknarinnar var ákveðið að biðja einungis konur sem hafa verið í nánu sambandi að taka þátt. Makinn getur verið núverandi eða fyrrverandi eiginmaður, kærasti eða sambýlismaður. Ekki skiptir máli hvort aðilar hafi búið saman eða verið skráð í sambúð.

Öll gögn eru ópersónugreinanleg og ekki verður haft beint samband við þátttakendur í tengslum við rannsóknina.

Til að taka þátt þarf að opna spurningarlistann, fylla inn svörin og smella svo á senda.
Hér er linkur á spurningarlistannhttps://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSegBQd4xkKiJ1eZu5eCBAFhujgJlAfkcpTChU4LXoF0Dr1_yQ/viewform

Fyrirspurnum um rannsóknina má beina til verkefnastjóra:
Drífa Jónasdóttir
drifa@kvennaathvarf.is