Nýverið hlaut Kvennaathvarfið styrk af safnliðum fjárlaga til að vinna áfram að fræðsluefni fyrir þolendur heimilisofbeldis.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra veitti styrkinn en alls fengu 33 félagasamtök styrki að þessu sinni.

Í ár var lögð sérstök áhersla á verkefni sem lúta að málefnum barna og fjölskyldna. Meðal þeirra eru verkefni á vegum Barnaheilla, Rauða krossins á Íslandi, KFUM og KFUK og styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Einnig voru veittir styrkir til verkefna sem heyra undir önnur málefnasvið félags- og barnamálaráðherra sem lúta m.a. að málefnum fatlaðs fólks, fátækt, geðheilsu, félagslegri virkni og ofbeldi.“ – Af vef ráðuneytisins um styrkveitinguna.

Samtök um kvennaathvarf þakka kærlega fyrir styrkveitinguna.