Það hljóp aldeilis á snærið hjá okkur þegar Valbjörn Höskuldsson kom færandi hendi í athvarfið með fullan poka af spjaldtölvum. Tölvunar munu nýtast krökkunum í athvarfinu til skemmtunar og afþreyingar og í leiðinni fjölga friðsamlegum stundum í húsinu.
Valbjörn sem er nýbúinn að halda upp á fimmtugsafmælið sitt óskaði eftir því að gestir hans leggðu af mörkum til þessarar gjafar í stað þess að færa honum sjálfum eitthvað. Það var svo mikið annríki í athvarfinu þegar afmælisbarnið kom með þessa góðu gjöf að við náðum ekki að smella mynd af honum hvað þá gefa honum kaffibolla sem hefði þó hæft tilefninu. Við þökkum kærlega fyrir okkur og okkar kátu krakka.