Fyrir hverja er Kvennaathvarfið? er bæklingur sem Kvennaathvarfið hefur látið útbúa og þýða á sex tungumál. Auk íslensku, er bæklingurinn til á ensku, spænsku, rússnensku, pólsku, arabísku og tælensku. Hægt er að nálgast efnið hér á heimasíðunni undir Fræðsluefni – Bæklingar.

Bæklingurinn var einnig prentaður og hægt er að hafa samband við Sigþrúði Guðmundsdóttur framkvæmdastýru athvarfsins í síma 561 3740 eða gegnum tölvupóst sigthrudur@kvennaathvarf.is til að fá eintök af bæklingnum.