Athugið að í hverju sveitarfélagi er félagsþjónusta og barnavernd sem leita má til.
- Hér er yfirlit yfir alla félagsmálastjóra á landinu flokkað eftir sveitarfélögum.
- Hér er yfirlit yfir allar barnaverndarnefndir á landinu flokkað eftir sveitarfélögum
- Hér er hlekkur til að tilkynna um aðstæður barns
Víða er hægt er að leita eftir aðstoð, hér fyrir neðan er samantekt af helstu aðilum sem leita má til.
- Kvennaathvarfið
- Stígamót
- Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis
- Hjálparsíminn 1717 og Netspjall Rauða Krossins
- Bjarkarhlíð
- Bjarmahlíð
- Kvennaráðgjöfin
- Heimilisfriður
- Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar
- Barnavernd Reykjavíkur
Kvennaathvarfið
Kvennaathvarfið er staðsett í Reykjavík og á Akureyri en er opið fyrir allar konur, óháð búsetu eða lögheimili.
Símaráðgjöf allan sólarhringinn í síma 561 1205. Konur geta hringt og rætt mál sín og fengið stuðning og upplýsingar.
Hægt er að bóka ókeypis viðtöl, þar sem konur geta komið í athvarfið og fengið stuðning og upplýsingar án þess að til dvalar komi.
Nauðsynlegt er að hringja áður í síma 561 1205 og panta tíma í viðtal eða bóka á netinu, https://www.kvennaathvarf.is/boka-vidtal/
Þjónusta Kvennaathvarfsins er ókeypis.
- Kvennaathvarfið
- Sími: Skrifstofa: 561-3720
- Vaktsími, opinn allan sólarhringinn: 561-1205
- Netfang: kvennaathvarf@kvennaathvarf.is
- Netfang Akureyri: nordurland@kvennaathvarf.is
- Vefur Kvennaathvarfsins