Fréttir

11 11. desember, 2019

Upplifun þolenda og persónuleikaeinkenni ofbeldismanna – Ensk þýðing

11. desember, 2019|Fréttir|

Kvennaathvarfið fékk styrk frá Velferðarráðuneytinu til að gera könnun á upplifun og líðan kvenna sem eru þolendur heimilisofbeldis en einnig að kanna hvernig þolendurnir upplifa persónuleika ofbeldismannanna. Yfir 300 konur tóku þátt og gefin var út skýrsla með helstu niðurstöðum í desember 2018. Í framhaldinu var ákveðið að láta þýða verkefnið á ensku og því [...]

11 11. desember, 2019

Soroptimistar á Akranesi gefa góða gjöf

11. desember, 2019|Fréttir|

Í tilefni hins árlega 16 daga átaks gegn kynbundnum ofbeldi gáfu Soroptimistar á Akranesi Kvennaathvarfinu 500.000 krónur til byggingar áfangaheimilis athvarfsins. Ása Helgadóttir, formaður og Sigríður Kr. Gísladóttir, varaformaður Soroptimista á Akranesi afhentu styrkinn og tók Eygló Harðardóttir, verkefnisstýra áfangaheimilisins á móti honum fyrir hönd Kvennaathvarfsins. Anna G. Torfadóttir, formaður fjáröflunarnefndar klúbbsins tók myndirnar. Þökkum við [...]

11 11. desember, 2019

Oddfellowstúkur styrkja áfangaheimili Kvennaathvarfsins

11. desember, 2019|Fréttir|

Oddfellowstúkurnar í Reykjavík Ingólfur, Þorkell máni, Þorfinnur karlsefni, Sigríður, Þorgerður, Soffía og Þorbjörg hafa fært Kvennaathvarfinu 6.950.000 kr. í styrk til nýbyggingar áfangaheimilis Kvennaathvarfsins í tilefni 200 ára afmælis Oddfellowreglunnar. Hildur Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins og Eygló Harðardóttir, verkefnisstýra nýbyggingarinnar tóku á móti styrknum sem Helga Þormóðsdóttir, yfirmeistari Sigríðar, rebekkustúka nr. 4 og Hlynur Guðlaugsson, yfirmeistari [...]

6 6. desember, 2019

Kvennaathvarfið fagnar 37 ára afmæli

6. desember, 2019|Fréttir|

Í dag fagnar Kvennaathvarfið 37 ára afmæli sínu. Það var úr að hafa afmælisdaginn sannkallaðan útgáfudag því í dag birtist á síðu Fréttablaðsins grein eftir starfandi framkvæmda-og fræðslustýru athvarfsins, Hildi Guðmundsdóttur. Greinin ber titilinn Vinnustaðir sem vettvangur í baráttunni gegn heimilisofbeldi og er framlag athvarfsin í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Í dag var [...]

6 6. desember, 2019

Vilt þú styrkja Kvennaathvarfið?

6. desember, 2019|Fréttir|

Hægt er að styrkja Kvennaathvarfið með því að: a) gerast Vinur athvarfsins og skrá sig hér: https://www.kvennaathvarf.is/styrkja-kvennaathvarfid/ Vinirnir leggja til upphæð mánaðarlega sem notuð er til að styðja konur og börn sem leita í athvarfið þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs og/eða líkamlegs ofbeldis. En það er líka hægt að b) nota upplýsingarnar [...]

6 6. desember, 2019

„Tölum um ofbeldi“ – á spænsku

6. desember, 2019|Fréttir|

Kvennaathvarfið lét nýverið talsetja teiknimyndina "Tölum um ofbeldi", á spænsku. Árið 2016 frumsýndi Kvennaathvarfið teiknimynd sína Tölum um ofbeldi. Aðalmarkmið myndarinnar er að koma ákveðnum skilaboðum til barna og einnig að gera þann hóp barna sem býr við heimilisofbeldi sýnilegri í samfélaginu. Þau mikilvægu skilaboð sem börnin sitja eftir með eftir áhorf á teiknimyndina eru [...]

1 1. desember, 2019

Zontasamtökin styrkja áfangaheimili Kvennaathvarfsins.

1. desember, 2019|Fréttir|

Í tilefni 100 ára afmælis Zonta International var haldin hátíðarfundur í húsi Vigdísar Finnbogadóttur Veröld þar sem styrkur að fjárhæð 3.350.000 kr. var veittur til áfangaheimilis Kvennaathvarfsins. Að styrknum koma allir sex klúbbar Zontasamtakanna á Íslandi. Zontasamtökin eru ein af leiðandi tengsla- og þjónustusamtökum kvenna í heiminum og hafa alla tíð barist fyrir bættri stöðu [...]

29 29. nóvember, 2019

Undirritun samninga vegna byggingar áfangaheimilis

29. nóvember, 2019|Fréttir|

Miðvikudaginn 27. nóvember sl. var undirritaður verksamningur vegna nýbyggingar 18 íbúða áfangaheimilis Kvennaathvarfsins við Alverk og samningur vegna fjármögnunar framkvæmdanna við Landsbanka Íslands. Framkvæmdir hefjast þann 1. febrúar 2020 og er áætlað að þeim ljúki sumarið 2021. Í áfangaheimilinu verða 12 studíóíbúðir og 6 þriggja herbergja íbúðir. Hönnuðir eru Þorleifur Eggertsson hjá Tendra arkitektum, Lota [...]

26 26. nóvember, 2019

Þátttaka í viðburðum

26. nóvember, 2019|Fréttir|

Á síðustu misserum hefur starfsfólk Kvennaathvarfsins tekið þátt í hinum ýmsu viðburðum tengdum heimilisofbeldi. Jenný Kristín Valberg ráðgjafi í Kvennaathvarfinu tók þátt í Þjóðarspeglinum fyrir hönd athvarfsins. Þjóðarspegillinn er ráðstefna í félagsvísindum sem haldin er ár hvert við Háskóla Íslands, að þessu sinni þann 1. nóvember sl. Jenný kynnti niðurstöður úr meistaraverkefninu sínu á málstofunni [...]

14 14. október, 2019

Fræðsluefni komið út; Plakat og límmiðar

14. október, 2019|Fréttir|

Kvennaathvarfið fékk nýverið styrk frá Félags-og barnamálaráðherra til að útbúa fræðsluefni sem myndi nýtast til að vekja athygli á starfsemi Kvennaathvarfsins. Ákveðið var að gefa út plakat og límmiða með skilaboðunum: "Kvennaathvarfið veitir aðstoð og upplýsingar vegna heimilisofbeldis". Skilaboðin voru síðan þýdd á átta tungumál; ensku, tælensku, arabísku, pólsku, rússnensku, spænsku, litháísku og filipísku. Nú [...]