Kvennaathvarfið fékk nýverið styrk frá Félags-og barnamálaráðherra til að útbúa fræðsluefni sem myndi nýtast til að vekja athygli á starfsemi Kvennaathvarfsins. Ákveðið var að gefa út plakat og límmiða með skilaboðunum: „Kvennaathvarfið veitir aðstoð og upplýsingar vegna heimilisofbeldis“. Skilaboðin voru síðan þýdd á átta tungumál; ensku, tælensku, arabísku, pólsku, rússnensku, spænsku, litháísku og filipísku.

Nú stendur yfir vinna við dreifingu fræðsluefnisins, en markmið útgáfu þess er meðal annars að ná til nýs hóps þolenda heimilisofbeldis.

Hér er hlekkur á límmiðann

Hér er hlekkur á plakatið