Sérfræðingar sem starfa í athvarfinu í Reykjavík og á Akureyri veita ýmiss konar fræðslu um heimilisofbeldi, eðli þess, umfang og afleiðingar.

Fræðslan er miðuð að þörfum hvers hóps fyrir sig og óskir um fræðslu skal senda til Sigþrúðar Guðmundsdóttur, fræðslu- og framkvæmdastýru Samtaka um kvennaathvarf á netfangið sigthrudur@kvennaathvarf.is