Sérfræðingar sem starfa í athvarfinu í Reykjavík og á Akureyri veita ýmiss konar fræðslu um heimilisofbeldi, eðli þess, umfang og afleiðingar.

Eitt af okkar mikilvægu markmiðum í Kvennaathvarfinu er að huga að forvörnum og efla fræðslu og umræðu um ofbeldi í nánum samböndum. Við bjóðum uppá fræðslu fyrir almenning, skóla, fyrirtæki og stofnanir hvort sem er á íslensku eða ensku. Algengt er að farið sé yfir skilgreininguna á ofbeldi í nánum samböndum, birtingamyndir, afleiðingar og úrræði. Einnig er kynnt sú starfsemi og þjónusta sem Kvennaathvarfið býður uppá. Slík fræðsla tekur um klukkutíma en við sníðum fræðslu og tímalengd hverju sinni í takt við eftirspurn, starfsemi og áheyrendur.

Verð fyrir fræðslu er 50.000 kr. miðað við u.þ.b. klukkustund.

Fræðslan er skólum að kostnaðarlausu.

Beiðni um fræðslu eða frekari upplýsingar má senda á netfangið isol@kvennaathvarf.is