Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, félagsmálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, Stígamóta, Drekaslóðar, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Kvennaráðgjafarinnar og Samtaka um kvennaathvarf.

Nýverið var skrifað undir samning sem tryggir áframhaldandi stuðning félagsmálaráðuneytisins við Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.
Kvennaathvarfið er einn af stofnendum Bjarkarhlíðar og ráðgjafar frá athvarfinu eru með fasta viðtalstíma þar tvisvar í viku.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Sigþrúði Guðmundsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins og Ásmund Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra.

Hér er linkur á frétt Stjórnarráðsins um málið.