Fréttir

21 21. febrúar, 2019

Fréttatilkynning – Árið 2018 í tölum

21. febrúar, 2019|Fréttir|

Í fyrra dvöldu 135 konur og 70 börn í Kvennathvarfinu um lengri eða skemmri tíma. Einnig komu 240 konur í viðtöl án þess að til dvalar kæmi. Góðu fréttirnar eru að 86% kvennanna fóru ekki aftur heim til ofbeldismannsins en hlutfall kvenna sem fóru heim í óbreyttar aðstæður hefur aldrei í sögu athvarfsins verið lægra. [...]

6 6. desember, 2018

Skýrsla aðgengileg hér – Líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis & persónuleikaeinkenni ofbeldismanna.

6. desember, 2018|Fréttir|

Hér er hægt að nálgast skýrsluna sem gefin var út í dag. Hún er á A4 formi og á pdf. Einnig er hægt að hafa samband við Sigþrúði Guðmundsdóttur framkvæmdastýru athvarfsins gegnum tölvupóstinn: sigthrudur@kvennaathvarf.is og óska eftir skýrslunni útprentaði.   Öllum er frjálst að hlaða skýrslunni niður. Linkur á skýrsluna er hér: Upplifun þolenda og persónuleikaeinkenni [...]

1 1. desember, 2018

Tölum um ofbeldismenn

1. desember, 2018|Fréttir|

Hvað: Morgunverðarfundur Hvar: Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík Hvenær: Fimmtudaginn 6. desember frá kl. 8:30 - 10:00 Í tilefni af útkomu skýrslunnar Líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis & persónueinkenni ofbeldismanna býður Kvennaathvarfið til morgunverðarfundar undir yfirskriftinni Tölum um ofbeldismenn. Dagskrá: Líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis & persónueinkenni ofbeldismanna. Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild HÍ [...]

6 6. nóvember, 2018

Ítarleg dagskrá komin inn – Ráðstefna um ofbeldi í fjölskyldum – heiðurstengd átök og ýmsar birtingarmyndir.

6. nóvember, 2018|Fréttir|

Sameiginleg ráðstefna Kvennaathvarfsins og velferðarsviðs borgarinnar verður haldin miðvikudaginn 21. nóvember nk. í Safnaðarheimili Háteigskirkju. Dagskrá hefst kl. 09.00 og lýkur kl. 15.30. Birtingamyndir heiðurstengdra átaka geta verið margvíslegar, svo sem þrýstingur, ógnanir, þvinganir og ofbeldi, oft af hálfu fjölskyldumeðlima og/eða samlanda. Algengast er að konur og börn frá löndum þar sem heiður fjölskyldunnar er [...]

19 19. október, 2018

Linkur á streymi ráðstefnu og VON myndböndin

19. október, 2018|Fréttir|

Nýlega var haldin ráðstefna á vegum Jafnréttisstofu um samvinnu í heimilisofbeldismálum. Farið var yfir áhrifaríkar aðferðir og helstu hindranir í vinnu með heimilisofbeldismál. Farið var yfir þætti eins og stöðuna í dag, betra vinnulag, betri vernd og betri hlustun. Í lok ráðstefnu fóru fram pallborðsumræður. Hér er linkur á streymi af allri ráðstefnunni: https://livestream.com/accou…/11153656/events/8414920/player Meðfylgjandi [...]

16 16. október, 2018

Ráðstefna um samvinnu í heimilisofbeldismálum

16. október, 2018|Fréttir|

Kvennaathvarfið vill vekja athygli á ráðstefnu sem haldin verður á fimmtudaginn næstkomandi (18. október) á hótel Reykjavík. Ráðstefnan hefst kl 10.00 og stendur til kl 16.00. Ráðstefnan er ætluð fagfólki sem vinnur með ofbeldi í nánum samböndum og almenningi sem vill láta sig málefnið varða. Hægt verður að kaupa hádegisverð á staðnum fyrir 2.900 kr. [...]

13 13. september, 2018

Kynningarbréf vegna rannsóknar – Gagnasöfnun er lokið

13. september, 2018|Fréttir|

*** Við höfum fengið nægilega marga þátttakendur. Gagnasöfnun er því lokið. Kærar þakkir fyrir þátttökuna. *** Kvennaathvarfið er að láta gera rannsókn á líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis og persónuleikaeinkennum gerenda. Verkefnið er einnig  styrkt af Velferðarráðuneytinu. Markmið: Að útbúa fræðsluefni sem nýtist sem stuðningur og ráðgjöf fyrir þolendur heimilisofbeldis og aðstandendur þeirra. Aðferð: Fá 100 [...]

18 18. júní, 2018

Herferðin Þekktu rauðu ljósin

18. júní, 2018|Fréttir|

Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. Verkefnið var styrkt af Jafnréttissjóði Íslands. "Umræðan um ofbeldi í nánum samböndum beinist oft að fólki sem hefur búið saman og ofbeldið átt sér stað innan veggja heimilisins en skortur er á efni sem [...]

31 31. maí, 2018

Málþing; Ósýnileiki gerenda og ofbeldi sem kerfið lítur framhjá

31. maí, 2018|Fréttir|

Hvað: Markmið málþingsins er að beina sjónum að ósýnileika gerenda og getu kerfisins til að takast á við ofbeldi í nánum samböndum. Hvenær: Miðvikudaginn 6. júní kl. 13:00 - 17:00 Hvar: Icelandair Hotel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52 Þolendur hafa verið sýnilegir í umræðunni undanfarið og úrræðum fyrir þá fjölgað og batnað, þótt enn sé langt [...]