Fréttir

19 19. júní, 2019

Styrkur úr Jafnréttissjóði

19. júní, 2019|Fréttir|

Styrkjum úr Jafnréttissjóði Íslands fyrir árið 2019 var úthlutað við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag en markmið sjóðsins er að styðja við rannsóknir og verkefni sem hafa það markmið að efla jafnrétti í íslensku samfélagi sem og á alþjóðavísu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flutti ávarp við athöfnina og sagði meðal annars þetta: “Þekking er undirstaða [...]

14 14. maí, 2019

Oddfellow styrkir hýsbyggingu

14. maí, 2019|Fréttir|

Á hátíðasamkomu Stórstúkunnar í tilefni af 200 ára afmæli Oddfellowreglunnar var Kvennaathvarfinu afhentur rausnarlegur styrkur; þrjátíu og tvær milljónir króna til að kosta tvær íbúðir, íbúðir 105 og 106, í fjölbýlishúsinu sem hýsa mun áfangaheimili Kvennaathvarfsins. Sigþrúður Guðmundsdóttir og Eygló Harðardóttir tóku við gjöf Oddfellowreglunnar fyrir hönd Kvennaathvarfsins. Gjöfinni fylgdu falleg orð um áræði sem [...]

13 13. apríl, 2019

Styrkur úr Þróunarsjóði innflytjendamála

13. apríl, 2019|Fréttir|

Samtök um kvennaathvarf hlaut styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála til að vinna verkefni tengt erlendu börnunum sem þurfa að dveljast í Kvennaathvarfinu. Verkefnið ber heitið Erlendu börnin í Kvennaathvarfinu - hvað segir mamma? og er markmið þess að skoða stöðu innflytjendabarna sem dvelja í athvarfinu með hliðsjón af því hvaða notkun, reynslu og upplifun mæður þeirra [...]

12 12. apríl, 2019

Ársskýrsla samtakanna 2018

12. apríl, 2019|Fréttir|

Ársskýrsla Samtaka um kvennaathvarf fyrir árið 2018 var kynnt á aðalfundi samtakanna sem haldinn var á Hallveigarstöðum fimmtudaginn 11. apríl 2019. Kosið var í stjórn samtakanna, Fríða Bragadóttir gekk úr stjórn eftir tíu ára samfellda stjórnarsetu sem ýmist varamaður eða aðalmaður og var henni þakkað fyrir vel unnin störf. Í stað Fríðu í stjórn kom [...]

21 21. mars, 2019

Fræðsluefni; Netnámskeið sem miðar að því að auka þekkingu fagfólks á heimilisofbeldi

21. mars, 2019|Fréttir|

Jafnréttisstofa stóð fyrir því að taka saman fræðsluefni um heimilisofbeldi frá fagaðlum sem starfa innan málaflokksins og útbúa þannig aðgengileg netnámskeið. "Markmiðið með námskeiðinu er að auka þekkingu fagfólks um land allt á heimilisofbeldi og auðvelda svör við spurningum, til að mynda: Hvernig berum við kennsl á þolendur og gerendur? Hvernig skal bregðast við? Hvaða [...]

18 18. mars, 2019

Barnaathvarfið – Kortlagning þjónustu

18. mars, 2019|Fréttir|

Nýverið úthlutaði félags- og barnamálaráðherra styrkjum til félagasamtaka. Meðal styrkþega var Kvennaathvarfið sem fékk eina milljón króna til verkefnisins Barnaathvarfið en markmiðið með því er að kortleggja þá þjónstu sem börnin í Kvennaathvarfinu fá (eða fá ekki) og leita leiða til að bæta þá þjónustu. Hér er linkur á umfjöllun ráðuneytisins um styrkveitinguna.

21 21. febrúar, 2019

Umfjöllun um skýrslu

21. febrúar, 2019|Fréttir|

Skýrsla sem Kvennaathvarfið lét vinna með styrk frá Velferðarráðuneytinu um líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis og persónuleikaeinkenni ofbeldismanna kom út í desember 2018 og má nálgast á vef athvarfsins. Verkefnið er áhugavert og hefur fengið umfjöllun fjölmiðla undanfarið. Hér er linkur á frétt rúv um málið og umfjöllun mbl.is Öllum er frjálst að hlaða skýrslunni niður [...]

21 21. febrúar, 2019

Fréttatilkynning – Árið 2018 í tölum

21. febrúar, 2019|Fréttir|

Í fyrra dvöldu 135 konur og 70 börn í Kvennathvarfinu um lengri eða skemmri tíma. Einnig komu 240 konur í viðtöl án þess að til dvalar kæmi. Góðu fréttirnar eru að 86% kvennanna fóru ekki aftur heim til ofbeldismannsins en hlutfall kvenna sem fóru heim í óbreyttar aðstæður hefur aldrei í sögu athvarfsins verið lægra. [...]

6 6. desember, 2018

Skýrsla aðgengileg hér – Líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis & persónuleikaeinkenni ofbeldismanna.

6. desember, 2018|Fréttir|

Hér er hægt að nálgast skýrsluna sem gefin var út í dag. Hún er á A4 formi og á pdf. Einnig er hægt að hafa samband við Sigþrúði Guðmundsdóttur framkvæmdastýru athvarfsins gegnum tölvupóstinn: sigthrudur@kvennaathvarf.is og óska eftir skýrslunni útprentaði.   Öllum er frjálst að hlaða skýrslunni niður. Linkur á skýrsluna er hér: Upplifun þolenda og persónuleikaeinkenni [...]