Fréttir

29 29. nóvember, 2019

Undirritun samninga vegna byggingar áfangaheimilis

29. nóvember, 2019|Fréttir|

Miðvikudaginn 27. nóvember sl. var undirritaður verksamningur vegna nýbyggingar 18 íbúða áfangaheimilis Kvennaathvarfsins við Alverk og samningur vegna fjármögnunar framkvæmdanna við Landsbanka Íslands. Framkvæmdir hefjast þann 1. febrúar 2020 og er áætlað að þeim ljúki sumarið 2021. Í áfangaheimilinu verða 12 studíóíbúðir og 6 þriggja herbergja íbúðir. Hönnuðir eru Þorleifur Eggertsson hjá Tendra arkitektum, Lota [...]

26 26. nóvember, 2019

Þátttaka í viðburðum

26. nóvember, 2019|Fréttir|

Á síðustu misserum hefur starfsfólk Kvennaathvarfsins tekið þátt í hinum ýmsu viðburðum tengdum heimilisofbeldi. Jenný Kristín Valberg ráðgjafi í Kvennaathvarfinu tók þátt í Þjóðarspeglinum fyrir hönd athvarfsins. Þjóðarspegillinn er ráðstefna í félagsvísindum sem haldin er ár hvert við Háskóla Íslands, að þessu sinni þann 1. nóvember sl. Jenný kynnti niðurstöður úr meistaraverkefninu sínu á málstofunni [...]

14 14. október, 2019

Fræðsluefni komið út; Plakat og límmiðar

14. október, 2019|Fréttir|

Kvennaathvarfið fékk nýverið styrk frá Félags-og barnamálaráðherra til að útbúa fræðsluefni sem myndi nýtast til að vekja athygli á starfsemi Kvennaathvarfsins. Ákveðið var að gefa út plakat og límmiða með skilaboðunum: "Kvennaathvarfið veitir aðstoð og upplýsingar vegna heimilisofbeldis". Skilaboðin voru síðan þýdd á átta tungumál; ensku, tælensku, arabísku, pólsku, rússnensku, spænsku, litháísku og filipísku. Nú [...]

17 17. september, 2019

Föt og annað nytsamlegt til kvenna og barna í athvarfinu

17. september, 2019|Fréttir|

Að gefa föt, barnadót, bleyjur, snyrtivörur, borðbúnað eða annað til Kvennaathvarfsins:  Konur sem dvelja í athvarfinu hafa möguleika á að fara í Hjálparstarf Kirkjunnar og velja sér og börnum sínum passandi klæðnað og annað nytsamlegt fyrir sig sjálfar og börnin. Því benda starfskonur Kvennaathvarfsins fólki á að koma hreinum og heilum fötum og borðbúnaði til [...]

30 30. ágúst, 2019

Ráðstefnan Breaking the silence

30. ágúst, 2019|Fréttir|

Þann 29. ágúst sl. hélt Jafnréttisstofa alþjóðlega ráðstefnu þar sem fjallað var um reynslu af samvinnu í heimilisofbeldismálum á Íslandi. Ráðstefnan var lokaviðburður verkefnisins Byggjum brýr - Brjótum múra - Samvinna í heimilisofbeldismálum. Kvennaathvarfið kynnti niðurstöður rannsóknar sem unnin var árið 2018 um upplifun þolenda heimilisofbeldis og persónuleikaeinkenni gerenda. Rannsóknin var unnin meðal annars fyrir [...]

16 16. júlí, 2019

Félags-og barnamálaráðherra styður áfram við starfsemi Bjarkarhlíðar – þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis

16. júlí, 2019|Fréttir|

Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, félagsmálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, Stígamóta, Drekaslóðar, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Kvennaráðgjafarinnar og Samtaka um kvennaathvarf. Nýverið var skrifað undir samning sem tryggir áframhaldandi stuðning félagsmálaráðuneytisins við Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Kvennaathvarfið er einn af stofnendum Bjarkarhlíðar og ráðgjafar frá athvarfinu eru með fasta viðtalstíma þar tvisvar í viku. Á meðfylgjandi mynd [...]

19 19. júní, 2019

Styrkur úr Jafnréttissjóði

19. júní, 2019|Fréttir|

Styrkjum úr Jafnréttissjóði Íslands fyrir árið 2019 var úthlutað við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag en markmið sjóðsins er að styðja við rannsóknir og verkefni sem hafa það markmið að efla jafnrétti í íslensku samfélagi sem og á alþjóðavísu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flutti ávarp við athöfnina og sagði meðal annars þetta: “Þekking er undirstaða [...]

14 14. maí, 2019

Oddfellow styrkir hýsbyggingu

14. maí, 2019|Fréttir|

Á hátíðasamkomu Stórstúkunnar í tilefni af 200 ára afmæli Oddfellowreglunnar var Kvennaathvarfinu afhentur rausnarlegur styrkur; þrjátíu og tvær milljónir króna til að kosta tvær íbúðir, íbúðir 105 og 106, í fjölbýlishúsinu sem hýsa mun áfangaheimili Kvennaathvarfsins. Sigþrúður Guðmundsdóttir og Eygló Harðardóttir tóku við gjöf Oddfellowreglunnar fyrir hönd Kvennaathvarfsins. Gjöfinni fylgdu falleg orð um áræði sem [...]

13 13. apríl, 2019

Styrkur úr Þróunarsjóði innflytjendamála

13. apríl, 2019|Fréttir|

Samtök um kvennaathvarf hlaut styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála til að vinna verkefni tengt erlendu börnunum sem þurfa að dveljast í Kvennaathvarfinu. Verkefnið ber heitið Erlendu börnin í Kvennaathvarfinu - hvað segir mamma? og er markmið þess að skoða stöðu innflytjendabarna sem dvelja í athvarfinu með hliðsjón af því hvaða notkun, reynslu og upplifun mæður þeirra [...]

12 12. apríl, 2019

Ársskýrsla samtakanna 2018

12. apríl, 2019|Fréttir|

Ársskýrsla Samtaka um kvennaathvarf fyrir árið 2018 var kynnt á aðalfundi samtakanna sem haldinn var á Hallveigarstöðum fimmtudaginn 11. apríl 2019. Kosið var í stjórn samtakanna, Fríða Bragadóttir gekk úr stjórn eftir tíu ára samfellda stjórnarsetu sem ýmist varamaður eða aðalmaður og var henni þakkað fyrir vel unnin störf. Í stað Fríðu í stjórn kom [...]