Fréttir

20 20. febrúar, 2020

Skólfustunga tekin að fjölbýlishúsi Kvennaathvarfsins

20. febrúar, 2020|Fréttir|

Nýtt áfangaheimili Samtaka um Kvennaathvarf mun brátt rísa í næsta nágrenni við athvarfið. Þar verða 18 leiguíbúðir á þremur hæðum. Áætluð verklok eru 1. júlí 2021 og standa vonir til að fyrstu fjölskyldur Kvennaathvarfsins geti þá fljótlega flutt inn í nýtt og öruggt leiguhúsnæði. Al-Verk sér um byggingu fjölbýlishússins og Hjálmar Ingvarsson er byggingastjóri. Þorleifur [...]

20 20. febrúar, 2020

Kvennaathvarfið fær styrk frá Félagsmálaráðuneytinu

20. febrúar, 2020|Fréttir|

Nýverið hlaut Kvennaathvarfið styrk af safnliðum fjárlaga til að vinna áfram að fræðsluefni fyrir þolendur heimilisofbeldis. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra veitti styrkinn en alls fengu 33 félagasamtök styrki að þessu sinni. "Í ár var lögð sérstök áhersla á verkefni sem lúta að málefnum barna og fjölskyldna. Meðal þeirra eru verkefni á vegum Barnaheilla, [...]

16 16. febrúar, 2020

Teiknimyndin Tölum ofbeldi á sex tungumálum; íslensku, ensku, norsku, spænsku, rússnensku og pólsku

16. febrúar, 2020|Fréttir|

Árið 2016 frumsýndi Kvennaathvarfið teiknimynd sína Tölum um ofbeldi. Aðalmarkmið myndarinnar er að koma ákveðnum skilaboðum til barna og einnig að gera þann hóp barna sem býr við heimilisofbeldi sýnilegri í samfélaginu. Þau mikilvægu skilaboð sem börnin sitja eftir með eftir áhorf á teiknimyndina eru meðal annars að heimilisofbeldi er ekki einkamál fjölskyldna; að heimilisofbeldi [...]

11 11. febrúar, 2020

Tölur úr Kvennaathvarfinu fyrir árið 2019

11. febrúar, 2020|Fréttir|

Frá Samtökum um kvennaathvarf; helstu tölur frá árinu 2019 Árið 2019 dvöldu 144 konur og 100 börn í Kvennaathvarfinu. Konur dvöldu í athvarfinu frá einum degi uppí 236 daga, að meðaltali í 30 daga. Börn dvöldu í athvarfinu í frá einum degi upp í 155 daga, að meðaltali í 39 daga. Að meðaltali dvöldu 23 [...]

18 18. desember, 2019

Soroptimistar styðja áfangaheimili og barnastarf Kvennaathvarfsins

18. desember, 2019|Fréttir|

Í gær styrktu Landssamtök Soroptimista, Soroptimistar í Kópavogi og Soroptimistar í Fella- og Hólahverfi bæði byggingu áfangaheimilis Kvennaathvarfsins og barnastarf athvarfsins um 2.425.000 krónur. Soroptimistar hafa verið miklar velunnarar Samtaka um Kvennaathvarf í gegnum árin. Samtökin vinna að bættri stöðu kvenna, að mannréttindum öllum til handa sem og jafnrétti, framförum og friði með alþjóðlegri vináttu [...]

18 18. desember, 2019

Samfélagsstyrkir Landsbankans 2019 – Fræðsla um heimilisofbeldi í framhaldsskólum

18. desember, 2019|Fréttir|

Kvennaathvarfið var í hópi þeirra sem hlutu Samfélagsstyrk úr Samfélagssjóði Landsbankans nú í ár. Alls voru 33 verkefni styrkt um samtals 15 milljónir króna en styrkjunum var úthlutað þriðjudaginn 17. desember sl. Styrkurinn er hugsaður til að kynna niðurstöður rannsóknar sem Kvennaathvarfið lét gera árið 2018 um upplifun þolenda heimilisofbeldis og persónuleikaeinkenni ofbeldismanna. Markhópurinn er [...]

11 11. desember, 2019

Upplifun þolenda og persónuleikaeinkenni ofbeldismanna – Ensk þýðing

11. desember, 2019|Fréttir|

Kvennaathvarfið fékk styrk frá Velferðarráðuneytinu til að gera könnun á upplifun og líðan kvenna sem eru þolendur heimilisofbeldis en einnig að kanna hvernig þolendurnir upplifa persónuleika ofbeldismannanna. Yfir 300 konur tóku þátt og gefin var út skýrsla með helstu niðurstöðum í desember 2018. Í framhaldinu var ákveðið að láta þýða verkefnið á ensku og því [...]

11 11. desember, 2019

Soroptimistar á Akranesi gefa góða gjöf

11. desember, 2019|Fréttir|

Í tilefni hins árlega 16 daga átaks gegn kynbundnum ofbeldi gáfu Soroptimistar á Akranesi Kvennaathvarfinu 500.000 krónur til byggingar áfangaheimilis athvarfsins. Ása Helgadóttir, formaður og Sigríður Kr. Gísladóttir, varaformaður Soroptimista á Akranesi afhentu styrkinn og tók Eygló Harðardóttir, verkefnisstýra áfangaheimilisins á móti honum fyrir hönd Kvennaathvarfsins. Anna G. Torfadóttir, formaður fjáröflunarnefndar klúbbsins tók myndirnar. Þökkum við [...]

11 11. desember, 2019

Oddfellowstúkur styrkja áfangaheimili Kvennaathvarfsins

11. desember, 2019|Fréttir|

Oddfellowstúkurnar í Reykjavík Ingólfur, Þorkell máni, Þorfinnur karlsefni, Sigríður, Þorgerður, Soffía og Þorbjörg hafa fært Kvennaathvarfinu 6.950.000 kr. í styrk til nýbyggingar áfangaheimilis Kvennaathvarfsins í tilefni 200 ára afmælis Oddfellowreglunnar. Hildur Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins og Eygló Harðardóttir, verkefnisstýra nýbyggingarinnar tóku á móti styrknum sem Helga Þormóðsdóttir, yfirmeistari Sigríðar, rebekkustúka nr. 4 og Hlynur Guðlaugsson, yfirmeistari [...]