Fréttir

21 21. mars, 2019

Fræðsluefni; Netnámskeið sem miðar að því að auka þekkingu fagfólks á heimilisofbeldi

21. mars, 2019|Fréttir|

Jafnréttisstofa stóð fyrir því að taka saman fræðsluefni um heimilisofbeldi frá fagaðlum sem starfa innan málaflokksins og útbúa þannig aðgengileg netnámskeið. "Markmiðið með námskeiðinu er að auka þekkingu fagfólks um land allt á heimilisofbeldi og auðvelda svör við spurningum, til að mynda: Hvernig berum við kennsl á þolendur og gerendur? Hvernig skal bregðast við? Hvaða [...]

18 18. mars, 2019

Barnaathvarfið – Kortlagning þjónustu

18. mars, 2019|Fréttir|

Nýverið úthlutaði félags- og barnamálaráðherra styrkjum til félagasamtaka. Meðal styrkþega var Kvennaathvarfið sem fékk eina milljón króna til verkefnisins Barnaathvarfið en markmiðið með því er að kortleggja þá þjónstu sem börnin í Kvennaathvarfinu fá (eða fá ekki) og leita leiða til að bæta þá þjónustu. Hér er linkur á umfjöllun ráðuneytisins um styrkveitinguna.

23 23. febrúar, 2019

Föt og annað nytsamlegt til kvenna og barna í athvarfinu

23. febrúar, 2019|Fréttir|

Að gefa föt, barnadót, bleyjur, snyrtivörur, borðbúnað eða annað til Kvennaathvarfsins:  Konur sem dvelja í athvarfinu hafa möguleika á að fara í Hjálparstarf Kirkjunnar og velja sér passandi klæðnað og annað nytsamlegt fyrir sig sjálfar og börnin sín. Því benda starfskonur Kvennaathvarfsins fólki á að koma fötum og borðbúnaði til Hjálparstarfs Kirkjunnar á Háaleitisbraut 66 [...]

21 21. febrúar, 2019

Umfjöllun um skýrslu

21. febrúar, 2019|Fréttir|

Skýrsla sem Kvennaathvarfið lét vinna með styrk frá Velferðarráðuneytinu um líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis og persónuleikaeinkenni ofbeldismanna kom út í desember 2018 og má nálgast á vef athvarfsins. Verkefnið er áhugavert og hefur fengið umfjöllun fjölmiðla undanfarið. Hér er linkur á frétt rúv um málið og umfjöllun mbl.is Öllum er frjálst að hlaða skýrslunni niður [...]

21 21. febrúar, 2019

Fréttatilkynning – Árið 2018 í tölum

21. febrúar, 2019|Fréttir|

Í fyrra dvöldu 135 konur og 70 börn í Kvennathvarfinu um lengri eða skemmri tíma. Einnig komu 240 konur í viðtöl án þess að til dvalar kæmi. Góðu fréttirnar eru að 86% kvennanna fóru ekki aftur heim til ofbeldismannsins en hlutfall kvenna sem fóru heim í óbreyttar aðstæður hefur aldrei í sögu athvarfsins verið lægra. [...]

6 6. desember, 2018

Skýrsla aðgengileg hér – Líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis & persónuleikaeinkenni ofbeldismanna.

6. desember, 2018|Fréttir|

Hér er hægt að nálgast skýrsluna sem gefin var út í dag. Hún er á A4 formi og á pdf. Einnig er hægt að hafa samband við Sigþrúði Guðmundsdóttur framkvæmdastýru athvarfsins gegnum tölvupóstinn: sigthrudur@kvennaathvarf.is og óska eftir skýrslunni útprentaði.   Öllum er frjálst að hlaða skýrslunni niður. Linkur á skýrsluna er hér: Upplifun þolenda og persónuleikaeinkenni [...]

1 1. desember, 2018

Tölum um ofbeldismenn

1. desember, 2018|Fréttir|

Hvað: Morgunverðarfundur Hvar: Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík Hvenær: Fimmtudaginn 6. desember frá kl. 8:30 - 10:00 Í tilefni af útkomu skýrslunnar Líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis & persónueinkenni ofbeldismanna býður Kvennaathvarfið til morgunverðarfundar undir yfirskriftinni Tölum um ofbeldismenn. Dagskrá: Líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis & persónueinkenni ofbeldismanna. Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild HÍ [...]

6 6. nóvember, 2018

Ítarleg dagskrá komin inn – Ráðstefna um ofbeldi í fjölskyldum – heiðurstengd átök og ýmsar birtingarmyndir.

6. nóvember, 2018|Fréttir|

Sameiginleg ráðstefna Kvennaathvarfsins og velferðarsviðs borgarinnar verður haldin miðvikudaginn 21. nóvember nk. í Safnaðarheimili Háteigskirkju. Dagskrá hefst kl. 09.00 og lýkur kl. 15.30. Birtingamyndir heiðurstengdra átaka geta verið margvíslegar, svo sem þrýstingur, ógnanir, þvinganir og ofbeldi, oft af hálfu fjölskyldumeðlima og/eða samlanda. Algengast er að konur og börn frá löndum þar sem heiður fjölskyldunnar er [...]

19 19. október, 2018

Linkur á streymi ráðstefnu og VON myndböndin

19. október, 2018|Fréttir|

Nýlega var haldin ráðstefna á vegum Jafnréttisstofu um samvinnu í heimilisofbeldismálum. Farið var yfir áhrifaríkar aðferðir og helstu hindranir í vinnu með heimilisofbeldismál. Farið var yfir þætti eins og stöðuna í dag, betra vinnulag, betri vernd og betri hlustun. Í lok ráðstefnu fóru fram pallborðsumræður. Hér er linkur á streymi af allri ráðstefnunni: https://livestream.com/accou…/11153656/events/8414920/player Meðfylgjandi [...]

CLOSE / LOKA