Fréttir

13 13. september, 2018

Kynningarbréf vegna rannsóknar – Gagnasöfnun er lokið

13. september, 2018|Fréttir|

*** Við höfum fengið nægilega marga þátttakendur. Gagnasöfnun er því lokið. Kærar þakkir fyrir þátttökuna. *** Kvennaathvarfið er að láta gera rannsókn á líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis og persónuleikaeinkennum gerenda. Verkefnið er einnig  styrkt af Velferðarráðuneytinu. Markmið: Að útbúa fræðsluefni sem nýtist sem stuðningur og ráðgjöf fyrir þolendur heimilisofbeldis og aðstandendur þeirra. Aðferð: Fá 100 [...]

18 18. júní, 2018

Herferðin Þekktu rauðu ljósin

18. júní, 2018|Fréttir|

Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. Verkefnið var styrkt af Jafnréttissjóði Íslands. "Umræðan um ofbeldi í nánum samböndum beinist oft að fólki sem hefur búið saman og ofbeldið átt sér stað innan veggja heimilisins en skortur er á efni sem [...]

31 31. maí, 2018

Málþing; Ósýnileiki gerenda og ofbeldi sem kerfið lítur framhjá

31. maí, 2018|Fréttir|

Hvað: Markmið málþingsins er að beina sjónum að ósýnileika gerenda og getu kerfisins til að takast á við ofbeldi í nánum samböndum. Hvenær: Miðvikudaginn 6. júní kl. 13:00 - 17:00 Hvar: Icelandair Hotel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52 Þolendur hafa verið sýnilegir í umræðunni undanfarið og úrræðum fyrir þá fjölgað og batnað, þótt enn sé langt [...]

10 10. maí, 2018

Styrktartónleikar fyrir Kvennaathvarfið

10. maí, 2018|Fréttir|

Tónleikarnir Með hækkandi sól verða haldnir í Lindakirkju í Kópavogi, laugardaginn 12. maí kl 16:00. Það er Oddfellowstúkan Hallveig sem stendur fyrir tónleikunum en allur ágóði rennur til Kvennaathvarfsins. Þeir fjármunir sem safnast verða nýttir við byggingu húsnæðis fyrir konur og börn sem hafa þurft að dvelja í athvarfinu vegna ofbeldis á sínu heimili. Fram [...]

19 19. apríl, 2018

Upplýsingar um „Fyrir hvern er Kvennaathvarfið“ aðgengilegar á sjö tungumálum

19. apríl, 2018|Fréttir|

Kvennaathvarfið lét nýverið útbúa bæklinga sem eiga svara spurningunni Fyrir hvern er Kvennaathvarfið. Bæklingarnir voru síðan þýddir á sex tungumál. Auk íslensku er efnið nú til á ensku, pólsku, rússnensku, tælensku, spænsku og arabísku. Bæklingarnir eru aðgengilegir á síðu athvarfsins undir Fræðsluefni - Bæklingar. Til að auðvelda aðgengi að upplýsingunum hafa nú verið settir inn fánar [...]

27 27. febrúar, 2018

Kvikmyndin „Tölum um ofbeldi“ – á íslensku, ensku og norsku.

27. febrúar, 2018|Fréttir|

Tilurð myndarinnar má rekja til þess að starfskonum Kvennaathvarfsins fannst vanta aðgengilegt og vel framsett fræðsluefni fyrir börn um heimilisofbeldi. Myndin var upphaflega hugsuð sem liður í aukinni áherslu á þjónustu við þau börn sem koma til dvalar í Kvennaathvarfið. Hún er ekki síður mikilvæg öllum þeim börnum sem búa við ofbeldi eða þau sem [...]

20 20. febrúar, 2018

„Skiptu þér af“

20. febrúar, 2018|Fréttir|

Kvennaathvarfið hefur gefið út bækling sem á að aðstoða fólk við að gera sér grein fyrir alvarleika heimilisofbeldis og um leið að stuðla að því að fólk taki ábyrgð með því að skipta sér af þegar einhver er beittur ofbeldi. Hér er linkur á bæklinginn sem ber heitið Skiptu þér af. Annað fræðsluefni sem Kvennaathvarfið hefur látið [...]

19 19. febrúar, 2018

Fréttir af íbúðarhúsnæði Kvennaathvarfsins

19. febrúar, 2018|Fréttir|

Fréttir af nýju íbúðarhúsnæði Kvennaathvarfsins fyrir þær konur og börn sem þurfa frekari stuðning eftir dvöl í athvarfinu: Eygló Harðardóttir verður verkefnisstjóri fyrir nýtt húsnæðissúrræði Kvennaathvarfsins. Hún mun einnig veita forystu nýrri húsnæðissjálfseignastofnun sem Kvennaathvarfið hefur stofnað utan um hinar 16 íbúðir sem ætlunin er að byggja í samræmi við lög um almennar íbúðir. „Ég [...]

30 30. janúar, 2018

Kraftasjóður Kvennaathvarfsins

30. janúar, 2018|Fréttir|

Það gerðist svolítið sögulegt í athvarfinu í dag þegar fulltrúar Zontaklúbbs Reykjavíkur komu færandi hendi með stofnframlag í Kraftasjóð Kvennaathvarfsins, splunkunýjan sjóð sem mun hafa það hlutverk að styðja konurnar í athvarfinu til sjálfstyrkingar og náms. Á myndinni má sjá Zontakonurnar Þorbjörgu Kr. Kjartansdóttur, formann klúbbsins og Hörpu Harðardóttur færa Sigþrúði Guðmundsdóttur framkvæmdastýru athvarfsins stofnframlagið. [...]

25 25. janúar, 2018

Fræðsluefni á sjö tungumálum

25. janúar, 2018|Fréttir|

Fyrir hverja er Kvennaathvarfið? er bæklingur sem Kvennaathvarfið hefur látið útbúa og þýða á sex tungumál. Auk íslensku, er bæklingurinn til á ensku, spænsku, rússnensku, pólsku, arabísku og tælensku. Hægt er að nálgast efnið hér á heimasíðunni undir Fræðsluefni - Bæklingar. Bæklingurinn var einnig prentaður og hægt er að hafa samband við Sigþrúði Guðmundsdóttur framkvæmdastýru [...]

CLOSE / LOKA