Kvennaathvarfið fékk nýlega viðurkenningu Barnaheilla fyrir framlag til mannréttinda barna og í tilefni þess skrifaði Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins grein um börn á ofbeldisheimilum:

„Í viðurkenningunni felst sú mikilvæga hugsun að börn á ofbeldisheimilum séu hópur sem huga þurfi sérstaklega að. Stundum gleymast það reyndar, enda er kannski erfiðara að muna en að muna ekki að á Íslandi búa hundruðir barna á nokkurs konar vígvelli heima hjá sér, horfa upp á veruleika sem væri stranglega bannaður þeirra aldurshópi ef hann væri sjónvarpsefni og sem hafa sjaldan nokkurn til að tala við um það sem þau upplifa. Börn leita oftast til foreldra sinna þegar þau verða hrædd en hvað með börnin sem eru hræddust þegar pabbi ræðst á mömmu og þau halda að hann ætli kannski að drepa hana í þetta sinn? Eða þau sem hlusta á öskur og ókvæðisorð fljúga á milli veggja á heima hjá þeim? Til hverra geta þau leitað?

Greinin birtist á visir.is þann 6. desember 2017. Sjá alla greinina hér.