Plakat og límmiðar voru gefnir út með styrk frá Félags-og barnamálaráðherra. Efnið má nálgast hér fyrir neðan en einnig má hafa samband við Kvennaathvarfið og óska eftir að fá send eintök af plakati og límmiðum.

kvennaathvarf@kvennaathvarf.is

Plakat (A4)

Límmiðar (7×13 cm)

 

Bæklingar hafa verið gefnir út á vegum Samtaka um kvennaathvarf og þá er hægt að nálgast endurgjaldslaust.

 

 

 • Skiptu þér af. Bæklingur sem aðstoðar fólk við að gera sér grein fyrir alvarleika heimilisofbeldis og vonandi stuðlar að því að fólk taki ábyrgð með því að skipta sér af þegar einhver er beittur ofbeldi.

 

 • Ofbeldi í samböndum eða á stefnumótum
  Þessi bæklingur er sérstaklega ætlaður fólki á framhaldsskólaaldri og lýst er einkennum þess að um ofbeldissamband sé að ræða ásamt almennum skilgreiningum á ofbeldi. Auk þess er þar að finna mannréttindayfirlýsingu stefnumóta, um réttindi og skyldur fólks í samböndum. Bæklingurinn er í hefðbundnu bæklingabroti.
  → Sækja PDF skjal

 

 • Börn sem búa við ofbeldi á heimilum
  Hér er greint frá áhrifum heimilisofbeldis á börn á mismunandi aldri og hvað vert er að hafa í huga við slíkar aðstæður. Bæklingurinn er í A5 stærð og er einnig til á ensku.
  → Sækja PDF skjal

 

 • Við hjálpum
  Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út lítið kort með símanúmerum Neyðarlínunnar, Kvennaathvarfsins, Stígamóta, Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og Hjálparsíma Rauða krossins. Ritað er á íslensku öðrum megin og ensku hinum megin. Hægt er að panta kortin hjá Kvennaathvarfinu líkt og bæklinga.
  → Sækja PDF skjal

Hafið samband við Sigþrúði Guðmundsdóttur framkvæmdastýru athvarfsins í síma 561 3740 eða gegnum tölvupóst sigthrudur@kvennaathvarf.is til að fá nánari upplýsingar.

 

Jafnréttisstofa stóð fyrir því að taka saman fræðsluefni um heimilisofbeldi frá fagaðlum sem starfa innan málaflokksins og útbúa þannig aðgengileg netnámskeið.

 

„Markmiðið með námskeiðinu er að auka þekkingu fagfólks um land allt á heimilisofbeldi og auðvelda svör við spurningum, til að mynda: Hvernig berum við kennsl á þolendur og gerendur? Hvernig skal bregðast við? Hvaða úrræði eru fyrir hendi á Íslandi? Hverju þarf að huga að við vinnslu á málum er varða fatlað fólk, barnshafandi einstaklinga, fólk af erlendum uppruna, hinsegin fólk og einstaklinga af öðrum minnihlutahópum?“ – Texti af heimasíðu Jafnréttisstofu.

Hér er slóðin á netnámskeiðin.