Að gefa föt, barnadót, bleyjur, snyrtivörur, borðbúnað eða annað til Kvennaathvarfsins: 

Konur sem dvelja í athvarfinu hafa möguleika á að fara í Hjálparstarf Kirkjunnar og velja sér passandi klæðnað og annað nytsamlegt fyrir sig sjálfar og börnin sín. Því benda starfskonur Kvennaathvarfsins fólki á að koma fötum og borðbúnaði til Hjálparstarfs Kirkjunnar á Háaleitisbraut 66 (í kjallara Grensáskirkju).

Hér er slóð á heimasíðuna: Hjálparstarf og síminn hjá þeim er 528 4400. Opnunartími er milli 08 – 16 alla virka daga.