Í gær fékk Kvennaathvarfið eina milljón króna úr Jafnréttissjóði fyrir verkefnið Tölum um ofbeldi- líka úti á landi sem miðar að því að fylgja teiknimynd athvarfsins, Tölum um ofbeldi, eftir út á land. Einnig fékk verkefnið Virðing er töff sem er samstarfsverkefni Bjarkarhlíðar og Kvennaathvarfsins styrk upp á tvær milljónir króna til að útbúa fræðsluefni um ofbeldi fyrir ungt fólk. Á myndinni eru Ragna Björg Guðbrandsóttir verkefnisstýra Bjarkarhlíðar, Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins og Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi og starfskona Kvennaathvarfsins en hún fékk styrk til að halda áfram doktorsverkefni sínu og meta umfang, eðli og kostnað samfélagsins af heimilisofbeldis karla í garð kvenna á Íslandi. Við hlökkum til að koma styrkjunum í lóg