Um ofbeldi

Hér má nálgast vinnutæki Kvennaathvarfsins og lista til að meta ofbeldi og skýra birtingamyndir þess og afleiðingar

Ert þú beitt ofbeldi? Er spurningalisti til að meta hvort um ofbeldi er að ræða. Ef þú svarar einhverjum spurningum játandi er hætta á því að þú sért í ofbeldissambandi. Starfskonur kvennaathvarfsins eru ávallt reiðubúnar til að veita nánari upplýsingar og ráðgjöf í síma 561 1205

Beitir þú konu/kærustu þína ofbeldi? Er spurningalisti til að meta hættuna á því að þú beitir kynbundnu ofbeldi.

Birtingamyndir ofbeldis eru ekki einungis líkamlegar heldur er andlegt ofbeldi ekki síður alvarlegt.

Ofbeldishringurinn lýsir því húsbóndavaldi sem er oft réttlæting fyrir því að beitt sé ofbeldi og hvernig það birtist ef um heimilisofbeldi er að ræða.

Grein um ofbeldi gegn konum lýsir einkennum ofbeldis og líðan kvenna sem fyrir því verða. Í greininni fjallar Vilborg G. Guðnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins, einnig um hvernig konur bregðast við ofbeldi og þróa með sér aðlögunarleiðir til þess að „lifa af“.

Hversu alvarlegt er ofbeldið? Er spurningalisti til að meta alvarleika heimilisofbeldis. Spurningarnar eru til að átta sig á eðli ofbeldisins en ekki próf þar sem eru rétt eða röng svör. Þær geta hins vergar verið góður umræðugundvöllur þegar skoða og meta á ofbeldið og í framhaldi hvaða valkostir eru í stöðunni.

Sem manneskja hef ég rétt til að ... Er mannréttindayfirlýsing sem allir ættu að hafa í huga til að virða sjálfan sig og aðra.