Kvennaathvarfið hefur upp á að bjóða:

  • Húsaskjól og stuðning til sjálfshjálpar
  • Nafnleynd og trúnað
  • Samskipti við konur með svipaða reynslu
  • Viðtalsþjónustu sem konur utan sem innan athvarfsins geta nýtt sér, munið að panta tíma í síma 561 1205
  • Símaráðgjöf allan sólarhringinn í síma 561 1205
  • Sjálfshjálparhópa, skráning í síma 561 1205

Kvennaathvarfið er rekið af frjálsum félagasamtökum; Samtökum um kvennaathvarf. Félagar í samtökunum kjósa sér stjórn á aðalfundi í upphafi hvers árs og er hún ábyrg fyrir rekstri athvarfsins. Að auki standa samtökin fyrir félagsfundi að hausti eftir tilefni og eru virkir umsagnaraðilar um opinbera stefnumótun í málum er varða kynbundið ofbeldi. Þau eru sömuleiðis virk í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og eru í góðu samstarfi við önnur félagasamtök á því sviði.

Árgjald í samtökin er 3.000 krónur


Skráning í samtökin

Athugið: Nauðsynlegt er að fylla út þá reiti sem merktir eru með *.

Til að fyrirbyggja ruslpóst: