Fréttir

Vinir Kvennaathvarfsins

Traustir vinir

15.2.2016

Þessa dagana er verið að hringja í fólk og bjóða því að verða hluti af stækkandi hópi sem við köllum Vini Kvennaathvarfsins.

Vinirnir leggja til upphæð mánaðarlega sem notuð er til að styðja konur og börn sem leita í athvarfið þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis. Kærar þakkir þið öll sem þegar eruð Vinir Kvennaathvarfsins. Þetta er góður og traustur hópur velgjörðarfólks.