Þjónusta kvennaathvarfsins

Athvarf fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna.
Athvarfið er einnig fyrir konur sem hefur verið nauðgað.

 • Símaráðgjöf

  Allan sólarhringinn í síma
  561 1205.
  Konur geta hringt og rætt mál sín og fengið stuðning og upplýsingar.
 • Ókeypis viðtöl

  Konur geta komið og fengið stuðning og upplýsingar án þess að til dvalar komi.
  Nauðsynlegt er að hringja áður í síma 561 1205 og panta tíma.
 • Sjálfshjálparhópar

  Nokkrar konur hittast reglulega undir handleiðslu starfskonu Kvennaathvarfsins. Nauðsynlegt er að koma í viðtal áður.

Fréttir

24.12.2012 : Jólakveðja úr Kvennaathvarfinu

Starfskonur og stjórn Kvennaathvarfsins senda bestu óskir um friðsæl og gleðileg jól.

Kvennaathvarfið verður opið allan sólarhringinn yfir hátíðirnar eins og aðra daga og svarað er í neyðarsímann 5611205.

Eldri fréttir