Þjónusta kvennaathvarfsins

Athvarf fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna.
Athvarfið er einnig fyrir konur sem hefur verið nauðgað.

 • Símaráðgjöf

  Allan sólarhringinn í síma
  561 1205.
  Konur geta hringt og rætt mál sín og fengið stuðning og upplýsingar.
 • Ókeypis viðtöl

  Konur geta komið og fengið stuðning og upplýsingar án þess að til dvalar komi.
  Nauðsynlegt er að hringja áður í síma 561 1205 og panta tíma.
 • Sjálfshjálparhópar

  Nokkrar konur hittast reglulega undir handleiðslu starfskonu Kvennaathvarfsins. Nauðsynlegt er að koma í viðtal áður.

Fréttir

24.12.2012 : Jólakveðja úr Kvennaathvarfinu

Starfskonur og stjórn Kvennaathvarfsins senda bestu óskir um friðsæl og gleðileg jól.

Kvennaathvarfið verður opið allan sólarhringinn yfir hátíðirnar eins og aðra daga og svarað er í neyðarsímann 5611205.

5.12.2012 : Kvennaathvarfið 30 ára

Fimmtudaginn 6. desember eru liðin 30 ár frá því að Kvennaathvarfið opnaði. Að því tilefni bjóða stjórn og starfskonur Kvennaathvarfsins til afmælisfundar að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, klukkan 17-18:30.

Á dagskrá verða stutt ávörp fólks sem stendur Kvennaathvarfinu nærri, þau flytja Guðrún Kristinsdóttir, Heiðdís Steinsdóttir, Ingólfur V. Gíslason, Sigþrúður Guðmundsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. Tónlistarflutningur verður í höndum nokkurra velunnara athvarfsins en Bergljót Arnalds og Sessý Magnúsdóttir taka lagið við undirleik Birgis Þórissonar. Boðið verður upp á léttar veitingar og afmælisbros.

Verið velkomin - öll með tölu!

12.9.2012 : Öll með tölu

Dagana 10.-23. september stendur yfir átakið Öll með tölu sem er fjáröflunarátak Kvennaathvarfsins. Um er að ræða endurtekningu á 20 ára gömlu átaki sem þá hét Allir með tölu. Í átakinu er seld plasttala í ýmsum glaðlegum litum og er markmiðið að safna því sem upp á vantar til að athvarfið komist í stærra húsnæði en löngu er orðið ljóst að núverandi húsnæð rúmar engan veginn starfsemina. Allar upplýsingar um átakið og það hvernig nálgast má töluna er að finna á heimasíðu átaksins ollmedtolu.is og á fésbókarsíðu Samtaka um kvennaathvarf.

Eldri fréttir