Þjónusta kvennaathvarfsins

Athvarf fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna.
Athvarfið er einnig fyrir konur sem hefur verið nauðgað.

 • Símaráðgjöf

  Allan sólarhringinn í síma
  561 1205.
  Konur geta hringt og rætt mál sín og fengið stuðning og upplýsingar.
 • Ókeypis viðtöl

  Konur geta komið og fengið stuðning og upplýsingar án þess að til dvalar komi.
  Nauðsynlegt er að hringja áður í síma 561 1205 og panta tíma.
 • Sjálfshjálparhópar

  Nokkrar konur hittast reglulega undir handleiðslu starfskonu Kvennaathvarfsins. Nauðsynlegt er að koma í viðtal áður.

Fréttir

14.10.2014 : Vinir Kvennaathvarfsins.

Í dag hleyptum við af stokkunum verkefninu Vinir Kvennaathvarfsins en það gengur út á að safna styrktaraðilum fyrir athvarfið. Hringt verður í fólk í kvöld og næstu kvöld og kannað hvort það vill styrkja athvarfið með mánaðarlegu framlagi. Við hlökkum til að heyra af viðtökunum og munum flytja ykkur fréttir af Vinum Kvennaathvarfsins þegar fram líða stundir. Allar upplýsingar um verkefnið veitir framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf (sigthrudur@kvennaathvarf.is).

...meira

14.10.2014 : Góð heimsókn og rausnarleg gjöf

Nýlega tók Jón Gnarr við verðlaunum Lennon Ono Peace Fund og kom í framhaldinu færandi hendi í Kvennaathvarfið með verðlaunaféð, rúmar sex milljónir króna. Við kunnum Jóni bestu þakkir fyrir og munum leitast við að verja þessum fjármunum í anda verðlaunanna; til að stuðla að friði og mannréttindum.

...meira

Eldri fréttir