Þjónusta kvennaathvarfsins

Athvarf fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna.
Athvarfið er einnig fyrir konur sem hefur verið nauðgað.

 • Símaráðgjöf

  Allan sólarhringinn í síma
  561 1205.
  Konur geta hringt og rætt mál sín og fengið stuðning og upplýsingar.
 • Ókeypis viðtöl

  Konur geta komið og fengið stuðning og upplýsingar án þess að til dvalar komi.
  Nauðsynlegt er að hringja áður í síma 561 1205 og panta tíma.
 • Sjálfshjálparhópar

  Nokkrar konur hittast reglulega undir handleiðslu starfskonu Kvennaathvarfsins. Nauðsynlegt er að koma í viðtal áður.

Fréttir

28.1.2015 : Minningarkort 

Við viljum minna á að hægt er að senda minningarkort frá samtökunum á einfaldan hátt.

...meira

23.12.2014 : Starfskonur og stjórn Kvennaathvarfsins senda öllu sínu fólki, velunnurum og samstarfsaðilum bestu óskir um gleðilega og friðsæla jólahátið. Kvennaathvarfð er sem endranær opið allan sólarhringinn yfir hátíðarnar. Sími athvarfsins er 5611205.

Eldri fréttir